Veikindi sjóðfélaga
Dagpeningar
- Sjóðurinn greiðir bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilfellum eftir því sem nánar er mælt fyrir í þessum reglum. Sjóðurinn styrkir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum sbr. lið 5.
- Rétt til dagpeninga eða styrks úr sjóðnum eiga þeir sem aðild eiga að sjóðnum og njóta veikindaréttar samkvæmt gr. 2.2.1 í samkomulagi BSRB um veikindarétt enda hafi verið greitt vegna þeirra í sjóðinn a.m.k. 6 mánuði fyrir styrkveitingu.
- Dagpeningar greiðast úr sjóðnum með eftirfarandi hætti:
- Dagpeningar greiðast frá þeim tíma sem samnings-/lögbundinni launagreiðslu frá atvinnurekanda lýkur.
- Upphæð dagpeninga skal vera 80% af meðal heildarlaunum síðustu 12 mánuði. Sé starfstími skemmri skal miðað við meðaltal launa þann tíma.
- Heimilt er að greiða dagpeninga hlutfallslega ef sjóðfélagi getur ekki vegna veikinda unnið fulla vinnu samkvæmt læknisráði.
- Heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda maka eða barna sjóðfélaga enda missi hann launatekjur vegna þeirra. Sjóðfélagi skal þó hafa náð eins árs sjóðsaðild til að njóta þessarar heimildar.
- Réttur sjóðfélaga til dagpeninga á hverjum 12 mánuðum er:
- Starfstími 6 til 12 mánuðir, 45 dagar.
- Starfstími lengri en 12 mánuðir, 90 dagar, þó þannig að samanlagt greiðslutímabil vinnuveitanda og sjóðsins verði aldrei lengra en 360 dagar. Þá er heimilt að greiða dagpeninga í allt að 30 daga til þeirra sem hafa lokið 360 daga veikindarétti hjá launagreiðanda.
Dagpeningar greiðast ekki lengur en ráðningu starfsmanns er ætlað að standa.
Varðandi dagpeninga til atvinnulausra
Í 12. grein reglna sjóðsins sem varða sjóðsaðild segir eftirfarandi:
Atvinnulausir sem greiða félagsgjald til stéttarfélaga sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt
um styrki skv. eftirtöldum greinum: 5a, 5b, 5d, 5h og 6.gr. Atvinnulausir ávinna sér ekki rétt
á meðan á atvinnuleysi stendur en viðhalda þeim rétti sem þeir höfðu þegar þeir voru í
starfi. Missi atvinnulausir bætur vegna veikinda getur sjóðurinn styrkt þá sem svarar 100%
af atvinnuleysisbótum í allt að 30 daga.
ATH!
Þegar sótt er um dagpeninga þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
- Vottorð vinnuveitanda
- 12 síðustu launaseðlar (hægt að sækja af heimabanka eða hjá atvinnurekanda)
- Staðfesting frá RSK um nýtingu persónuafsláttar (þjónustuvefur RSK.IS)
- Læknisvottorð sem staðfestir óvinnufærni á því tímabili sem sótt er um sjúkradagpeninga.
Athugið að mjög mikilvægt er að umsókn og fylgiskjölum vegna dagpeninga sé skilað eigi síðar en 20. þess mánaðar sem veikindarétti líkur.