Annað

 • Fæðingarstyrkur

  Sjóðfélagi sem hefur verið starfandi síðustu 6 mánuði fyrir fæðingu barns og hefur gildan ráðningarsamning við upphaf fæðingarorlofs á rétt á styrk. Við útreikning upphæðar er miðað við greidd iðgjöld í sjóðinn síðustu 12 mánuði, ef iðgjaldaupphæð nær 33.300 kr. er styrkurinn 240.000 kr. Nái iðgjaldaupphæðin ekki þessu marki lækkar styrkurinn hlutfallslega miðað við inngreidd iðgjöld. Staðgreiðsluskattur er tekinn af fæðingarstyrkjum.

  ATH að til að fá fæðingarstyrk þarf að skila inn fæðingarvottorði barns frá Þjóðskrá Íslands.

 • Glasafrjóvgun
  Sjóðfélagi sem hefur iðgjöld að minnsta kosti 12 af síðustu 24 mánuðum fær styrk til glasafrjóvgunar/tæknifrjóvgunar allt að 150.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.
 • Ferðastyrkur
  Sjóðurinn tekur þátt í ferðakostnaði sjóðfélaga sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði vegna þeirra sjálfra, maka þeirra og barna, enda hafi verið greitt vegna þeirra í sjóðinn í 6 mánuði af síðustu 12. Sækja verður um styrk til Tryggingastofnunar. Sé þeirri beiðni hafnað greiðir sjóðurinn 10.000 kr. fyrir 250 - 400 km akstur, 15.000 kr. fyrir 400 – 600 km akstur, 20.000 kr. fyrir 600 – 800 km akstur og 25.000 kr. fyrir 800 km akstur eða meira. Miðað er við ferðalag fram og til baka. Greitt verður að hámarki fyrir þrjár ferðir á hverju 12 mánaða tímabili. Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá þessum viðmiðunum ef fyrir því liggja ríkar ástæður.
 • Dánarbætur

  Greiddur er 200.000 kr. styrkur vegna útfarar vegna þeirra sjóðfélaga sem verið hafaastarfandi a.m.k. 12 mánuði samfellt fyrir andlát.

  Greiddur er 200.000 kr. styrkur vegna útfarar fyrrverandi sjóðfélaga sem látið hafa af störfum og farið á ellilífeyri/örorkulífeyri á síðustu 5 árum og voru sjóðfélagar síðustu 12 mánuði samfellt fyrir starfslok.

  Greiddur er 100.000 kr. styrkur vegna útfarar sjóðfélaga sem farið hafa á ellilífeyri/örorkulífeyri eftir 1.1.2002 og voru sjóðfélagar síðustu 12 mánuði samfellt fyrir starfslok.

  Greiddur er 100.000 kr. styrkur vegna útfarar barna sjóðfélaga, börn eru 18 ára og yngri.

   

  Ath að til að sækja um dánarbætur þarf að skila "Yfirliti um framvindu skipta" eða "Tilkynning um framvindu skipta" frá Sýslumanni til sjóðsins. Sjóðurinn getur lagt inn á lögerfingja hins látna. Ekki er hægt að sækja um með rafrænum skilríkjum, best er að hafa samband við sjóðinn í síma 525-8380 eða senda tölvupóst á postur@styrktarsjodur.bsrb.is

 • Ættleiðingarstyrkur
  Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk til ættleiðingar barns 200.000 kr. í eitt skipti. Þá fær sjóðfélagi styrk til tæknifrjóvgunar allt að 150.000 kr.
 • 7. gr. undanþáguákvæði
  Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá framangreindum reglum og veita styrk vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg fjárútlát sjóðfélaga vegna veikinda hans sjálfs eða nánustu fjölskyldu.