Starfsendurhæfingarsjóður

Starfsendurhæfingarráðgjöf

Innan BSRB starfa tveir ráðgjafar á vegum Virk, starfsendurhæfingarsjóðs. Ráðgjafarnir hafa það hlutverk að aðstoða fólk við að finna leiðir og lausnir vegna endurkomu til vinnu.

 

Starfsendurhæfingarsjóður Virk

Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun með aðild allra helstu samtaka stéttarfélaga og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. Sjá frekari upplýsingar á: www.virk.is

 

Hverjir eiga rétt á aðstoð?

Einstaklingar sem eiga erfitt með að stunda vinnu vegna heilsubrests eða sjá fram á að eiga erfitt með það vegna skertrar starfsorku eiga rétt á þjónustu ráðgjafa Starfsendurhæfingarsjóðs. Ráðgjöfin er félagsmönnum að kostnaðarlausu og er miðuð út frá þörfum hvers og eins.

Ef þú heldur að það verði erfitt að fara aftur í vinnu eftir veikindi eða slys ættir þú að leita til ráðgjafa. Ekki bíða þar til veikindaréttur hjá atvinnurekanda er búinn eða þar til réttur til greiðslu sjúkradagpeninga er að verða búinn.

 

Hvaða þjónustu geta ráðgjafar veitt ?

  • Ráðgjöf og hvatningu sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins
  • Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar virkniáætlunar
  • Leiðbeiningar um réttindi, greiðslur og þjónustu
  • Tengingu og samvinnu við sérfræðinga, svo sem sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, lækna, félagsráðgjafa og náms- og starfsráðgjafa.
  • Koma á samstarfi milli starfsmanns, atvinnurekanda hans og fagaðila til að stuðla að aukinni starfshæfni viðkomandi starfsmanns

Hægt er að hafa samband við ráðgjafa okkar í gegnum tölvupóst eða í síma. Þær eru með skrifstofur í BSRB húsinu, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík

 

Elín M Erlingsdóttir
Sími 525 8358
elin@bsrb.is

Karen Björnsdóttir
Sími 525 8386
karen@bsrb.is