Heilsustyrkir
Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr Styrktarsjóði BSRB eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslur.
Þú verður að fara í innskráningu hér að ofan til að sækja um styrk.
- LíkamsræktSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum, fær styrk að hámarki 23.000 kr. á ári samkvæmt reikningi frá eftirtöldum aðilum. Líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, skíðastöðum eða íþróttafélagi Einnig heilsurækt sem telst sambærileg að dómi sjóðstjórnar. Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna kaupa á gatakortum.
- Sjúkraþjálfun, sjúkranudd og fleira
Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, nálastungumeðferðar, hnykklækninga (kírópraktor) og iðjuþjálfunar.
Sjóðurinn greiðir allt að 25 skipti og 2500 kr. fyrir hvert skipti.
Einnig þjálfun hjá Hjarta-og lungnastöðinni eða sambærilegum stofnunum. Reikningar mega ekki vera eldri en ársgamlir þegar sótt er um styrkinn.
- Sálfræði/félagsráðgjöfSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum viðurkenndum meðferðaraðilum: Félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sálfræðingi. Greiddur er helmingur reiknings (þess hluta sem sjóðfélaginn greiðir), þó að hámarki 80.000 kr. á ári.
- Dvöl á HeilustofnumSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk til meðferðar hjá heilsustofnunum og heilsuhótelum. Greiddar eru 2.500 kr. á dag fyrir allt að 42 daga á ári.