Persónuverndarstefna

Í persónuverndarstefnu Styrktarsjóðs BSRB kemur fram hvernig staðið er að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um félagsmenn sem þeir veita félaginu í tengslum við afgreiðslu umsókna úr Styrktarsjóði BSRB.

Öll meðferð persónuupplýsinga skal vera í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu á persónuupplýsingum. Persónuupplýsingar verða ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en þeirra er aflað.

Styrktarsjóður BSRB áskilur sér rétt til að deila persónuupplýsingum með aðilum sem koma að tæknilegu viðhaldi eða greiðsluþjónustu að því marki sem nauðsynlegt er til að sinna þjónustu við félagsmenn.

Styrktarsjóður BSRB leggur áherslu á að vinna einungis með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í samræmi við þann tilgang sem liggur að baki söfnun upplýsinganna.

Upplýsingar sem er safnað og unnið með

  •  Auðkennis- og samskiptaupplýsingum, s.s. nafni og kennitölu, heimilisfangi, tölvupósti, símanúmeri og eftir atvikum samskiptasögu.
  • Gögnum tengdum félagsmönnum sem nýta sér styrki, s.s. læknisvottorð- og launaupplýsingar.
  • Fjármálaupplýsingum, s.s. greiðsluupplýsingum, eftir atvikum launaseðlum.
  • Tæknilegum upplýsingum, s.s. IP tölu.
  • Stafrænum fótsporum, s.s. nethegðun.
  • Upplýsingum frá Þjóðskrá.

Tilgangur með skráningu, vistun og vinnslu persónuupplýsinga

  • Reikna út félagsgjald og réttindi hvers félagsmanns.
  • Geta átt í viðeigandi samskiptum við félagsmenn með símtölum, tölvupósti og/eða bréfpósti.
  • Uppfylla lög um bókhald og skil til skattyfirvalda.
  • Geta greitt út sjúkradagpeninga og styrki úr sjóðum Styrktarsjóðs BSRB samkvæmt reglum þar að lútandi.

Tilgangur með miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila

Styrktarsjóði BSRB er heimilt að deila persónuupplýsingum með þriðja aðila, með samþykki félagsmanns/félagsmanna, þegar slíkt er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni félagsmanna.

Öryggi

Í takt við stefnu okkar er öryggi í vinnslu persónuupplýsinga mikilvægt og því hafa viðeigandi tæknilegar öryggisráðstafanir verið gerðar til að tryggja vernd persónuupplýsinga um félagsmenn. Aðeins starfsmenn Styrktarsjóðs BSRB hafa aðgang að gögnum félagsmanna og eru aðgangsstýringar viðhafðar þar sem aðeins þeir starfsmenn sem vinna með viðkomandi gögn vegna starfs sína hafa aðgang að þeim.