Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

Ţú ert hér:

Forsíđa » Sjóđurinn » Fréttir

3.1.2011

Ekki stađgreiđsla af heilsustyrkjum

Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við að halda góðri heilsu, að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 25.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður leggi fram fullgilda og óvéfengjanlega reikninga til greiðslu á viðkomandi kostnaði.
Þetta kemur fram í orðsendingu nr. 2/2010 frá Ríkisskattstjóra um skattmat vegna tekna á árinu 2010

6.6.2011

Breyttar reglur um styrki til atvinnulausra félagsmanna

Vakin er athygli á því að um síðustu áramót breyttust reglur um styrki til atvinnulausra félagsmanna. Atvinnulausir sem greiða félagsgjald til stéttarfélaga sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt um styrki vegna sjúkraþjálfunar, krabbameinsleitar, líkamsræktar, sálfræði og félagsráðgjafar. Atvinnulausir ávinna sér ekki rétt á meðan á atvinnuleysi stendur en viðhalda þeim rétti sem þeir höfðu þegar þeir voru í starfi. Missi atvinnulausir bætur vegna veikinda getur sjóðurinn styrkt þá sem svarar 80% af atvinnuleysisbótum í allt að 45 daga.

14.7.2011

Opnunartími

Opnunartími Styrktarsjóðs BSRB breytist ekkert yfir sumartíman. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8:00 - 16:00.

Komi upp einhverjar spurningar er ykkur velkomið að hafa samband í síma 525-8380.

21.12.2011

Hátíđarkveđjur

Stjórn og starfsmenn Styrktarsjóðs BSRB óska félagsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
snowbjollursnow

9.1.2012

Lokađ fyrir umsóknir vegna 2011

Vegna fjölda fyrirspurna skal tekið fram að hætt var að taka við umsóknum vegna ársins 2011 í lok síðustu viku. Allar umsóknir sem berast í dag eða síðar verða afgreiddar á rétti ársins 2012.

Einnig teljum við tilefni til að benda á að umsóknir mega vera allt að 12 mánaða gamlar þegar sótt er um, ekki eldri. En umsóknir eru afgreiddar á rétti þess árs sem sótt er um á, óháð útgáfu degi reiknings.

 

Til dæmis: Sótt er um líkamsræktarstyrk í febrúar 2012. Reikningur er dagsettur í september 2011. Styrkur er greiddur sem líkamsræktarstyrkur 2012 þó svo að viðkomandi aðili hafi ekki sótt um styrkinn árið 2011.

Með ósk um gleðilegt nýtt ár,
Starfsfólk Styrkarsjóðs BSRB

23.1.2012

Skattmat 2012 - Varđandi líkamsrćktarstyrki

Styrktarsjóður BSRB vill benda á að í skattmati 2012, orðsendingu Ríkisskattstjóra nr. 2/2012, kemur fram:

2.9 Íþróttaiðkun

Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda , eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkunn að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 40.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður leggi fram fullgilda og óvefengjanlega reikninga fyrir greiðslu á viðkomandi kostnaði. Með kostnaði við íþróttaiðkun er átt við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum og skíðasvæðum, greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbba sem og hreyfingar sem stunduð er með reglubundnum hætti.

7.6.2012

Styrktarsjóđur BSRB er fluttur

Skrifstofur Styrktarsjóðs BSRB eru fluttar af 1. hæð BSRB-hússins, Grettisgötu 89, upp á 3. hæð þar sem áður voru skrifstofur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

 

Við bjóðum umsækjendur því velkomna á nýjar skrifstofur okkar á 3. hæð.

 

Með bestu kveðjum,
Starfsfólk sjóðsins

17.9.2012

Breyttur opnunartími

Við viljum vekja athygli á því að frá og með 1. október mun opnunartími skrifstofu Styrktarsjóðs BSRB breytast. Opnunartími verður sem hér segir:

Mán. - fös.: 09.00 - 16.00

Helgar: Lokað

30.9.2012

Rafrćnar umsóknir

Styrktarsjóður BSRB hefur nú tekið upp rafrænt umsóknarkerfi. Allir þeir sem hyggjast sækja um styrk hjá sjóðnum eru nú beðnir að fylla út rafrænt umsóknarform hér á heimasíðu okkar. Hægt er að komast inn á þetta form með því að smella á hnappinn "Sækja um í Styrktarsjóð BSRB" sem ætti að vera ykkur sýnilegur hér vinstra megin á forsíðunni.

Ferlið gengur nú þannig fyrir sig að umsóknarformið skal fyllt út hér á heimasíðu. Í kjölfarið fær umsækjandi úthlutað umsóknarnúmeri. Þá þarf að skila inn reikningum sem sótt er um styrk vegna. Umsækjendur eru beðnir að merkja reikningana með umsóknarnúmerinu sem þeir fá útlhutað eftir að hafa fyllt út formið.

Hægt er að senda reikninga í pósti eða koma með þá staðinn. Séu reikningar póstlagðir skal merkja þá á eftirfarandi hátt:

Styrktarsjóður BSRB
Grettisgötu 89
105 Reykjavík

Fyrir þá sem enn kjósa að sækja um upp á gamla móðinn, þ.e. prenta út umsóknareyðublað og fylla það út þá verður umsóknareyðublaðið enn aðgengilegt undir flipanum "Eyðublöð". Þó er stefnan sett á að árið 2013 verði allar umsóknir rafrænar.

14.2.2013

Íţróttastyrkir ekki skattskyldir.

Skattmat vegna tekna manna tekjuárið 2012.

1.11.2013

Frestur umsókna og fylgiganga 2013

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2013 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 17. desember nk.

10.2.2014

Styrktarsjóđur BSRB: 50 ţús. kr. skattleysi vegna líkamsrćktar, sjúkraţjálfunar og annarrar endurhćfingar.

Styrktasjóður BSRB vill benda sjóðsfélögum á að  í umbeðnu áliti ríkisskattstjóra til Styrktarsjóðs BSRB varðandi skattleysi styrkveitinga segir m.a.:

 

„Ef stéttarfélag/launagreiðandi greiðir íþrótta- eða heilsuræktarstyrk þá má halda honum utan staðgreiðslu/skattlagningar að hámarki 50.000 kr. á ári ef lagðir eru fram fullgildir reikningar um íþróttaiðkun/þátttöku og ef lagðir eru fram reikningar vegna endurhæfingar í kjölfar slyss eða veikinda, þ.e. kostnaður vegna líkamlegrar þjálfunar sambærilegri við aðra líkamsrækt.“

 

Þessi yfirlýsing er fagnaðarefni enda í samræmi við óskir Styrktarsjóðs BSRB sem um árabil hefur talað fyrir því sjónarmiði að aðrar styrkveitingar en sjúkradagpeningar og styrkir í fæðingarorlofi verði undanþegnar staðgreiðslu. Þess ber að geta að ríkisskattstjóri hefur áskilið sér rétt til skilgreiningar á hvað flokkist undir endurhæfingu en þar er talin kostnaður við nálastungur, sjúkraþjálfun og sjúkranudd svo dæmi séu tekin.

Um nánari skilgreiningar ríkisskattstjóra segir m.a. annars í bréfi sem Styrktarsjóði BSRB barst fimmtudaginn  6. febrúar sl.:

29.10.2014

Frestur umsókna og fylgiganga 2014

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2014 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi miðvikudaginn 17. desember nk.

6.1.2015

Sjúkraţjálfun, nudd, nálastungumeđferđir og hnykklćkningar

Sjúkraþjálfun, nudd, nálastungumeðferðir og hnykklækningar


Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, nálastungumeðferðar, hnykklækninga (kírópraktor).

Sjóðurinn greiðir allt að 25 skipti á árinu 2015.

1.500 kr. fyrir hverja meðferð frá árinu 2014, 2.000 kr. fyrir hverja meðferð á árinu 2015.

Einnig þjálfun hjá Hjarta-og lungnastöðinni eða sambærilegum stofnunum. Reikningar mega ekki  vera eldri en ársgamlir þegar sótt er um styrkinn.

17.2.2015

Styrktarsjóđur BSRB: Um breytingar á reglum um skattmat manna tekjuáriđ 2015

Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttar­félagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkun og aðra heilsurækt að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 55.000 kr. á ári.