Úthlutunarreglur

Sjóðsaðild og almenn réttindi. Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr Styrktarsjóði BSRB eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslur. Sjóðfélagi þarf að vera virkur í starfi, með iðgjöld í þeim mánuði þegar sótt er um styrk. Yfirfærsla á réttindum á milli sjóða. Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar eftir iðgjaldagreiðslu í einn mánuð ef hann, fyrir það greiðslutímabil, átti rétt til úthlutunar úr sjóði annars stéttarfélags, enda veiti sá sjóður fyrrum sjóðfélögum Styrktarsjóðs BSRB samskonar rétt. 

Sótt er um rafrænt á heimasíðu sjóðsins á slóðinni www.styrktarsjodur.bsrb.is Skila þarf inn afriti af löggildri greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala umsækjanda, dagsetningar og upphæðir. Kvittanir eða aðgerðardagsetningar mega aldrei vera eldri en árs gamlar þegar að sótt er um. Sjóðurinn getur kallað eftir þeim gögnum sem talin eru nauðsynleg hverju sinni. Styrkir úr sjóðnum greiðast a.m.k. mánaðarlega. Umsókn skal skilað inn fyrir 20. hvers mánaðar en að jafnaði er greitt út síðasta dag hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir. Styrkir eru ekki veittir vegna kostnaðar sem stofnað var til áður en ráðning hófst sem gefur rétt til aðildar að sjóðnum.

 

1.   Dagpeningagreiðslur: Rétt til dagpeninga og styrkja úr sjóðnum eiga þeir sem aðild eiga að sjóðnum og greitt hafi í hann         a.m.k. 6 mánuði fyrir styrkveitingu. Dagpeningar greiðast ekki lengur en ráðningu starfsmanns er ætlað að standa og                 greiðast úr sjóðnum með eftirfarandi hætti:

a.     Dagpeningar greiðast frá þeim tíma sem launagreiðslu lýkur samkvæmt kjarasamningi frá atvinnurekanda.

b.     Upphæð dagpeninga skal vera 80% af meðal heildarlaunum síðustu 12 mánuði. Sé starfstími skemmri skal miðað við                meðaltal launa þann tíma.

c.     Heimilt er að greiða dagpeninga hlutfallslega ef sjóðfélagi getur ekki vegna veikinda unnið fulla vinnu samkvæmt                         læknisráði.

d.     Heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda maka eða barna sjóðfélaga enda missi hann         launatekjur vegna þeirra. Börn eru börn upp að 18 ára aldri.

 

2.   Réttur sjóðfélaga til dagpeninga á hverjum 12 mánuðum er þegar:

a.     Starfstími 6 til 12 mánuðir, 45 dagar.

b.     Starfstími lengri en 12 mánuðir, 90 dagar, þó þannig að samanlagt greiðslutímabil vinnuveitanda og sjóðsins verði aldrei            lengra en 360 dagar. 

c.     Starfstími lengri en 18 ár, 30 dagar.

 

3.   Heilsuefling og forvarnarstyrkir: Sjóðfélagi þarf að vera virkur í starfi, með iðgjöld í þeim mánuði þegar að sótt er um               styrk. Sjóðurinn styrkir eftirfarandi:

a.      til sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, nálastungumeðferðar eða hnykklækninga (kiropraktor), 40% af reikningi,                                         hámarksstyrkur 42.000 kr. á ári.

b.      sjúkranudd, 40% af reikningi, hámarksstyrkur 62.000 kr. á ári.

c.      til krabbameinsleitar og skimunar[1] að hámarki 20.000 kr. á ári.

d.      til skoðunar vegna hjartaverndar að hámarki 20.000 kr. á ári.

e.      Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði getur sótt um styrk til ferðakostnaðar vegna ferða þeirra sem þurfa             að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði vegna þeirra sjálfra, maka þeirra og barna, enda hafi               hann átt aðild að sjóðnum í 12 mánuði. Sækja verður fyrst um styrk til Sjúkratrygginga Íslands. Sé þeirri beiðni hafnað                (höfnunarbréf verður að fylgja með umsókn) greiðir sjóðurinn: 

                                                  i.      10.000 kr. fyrir 250 - 400 km akstur, 

                                                  ii.      15.000 kr. fyrir 400 – 600 km akstur, 

                                                  iii.      20.000 kr. fyrir 600 – 800 km akstur 

                                                  iv.      25.000 kr. fyrir 800 km akstur eða meira. 

           Miðað er við ferðalag fram og til baka. Greitt verður að hámarki fyrir þrjár ferðir á hverju 12 mánaða tímabili. 

f.        Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum getur sótt um styrk: 

                                                 i.      að hámarki 35.000 kr. á ári vegna líkamsræktar.

                                                 ii.      til ættleiðingar barns 200.000 kr.

                                                 iii.      til glasa- og/eða tæknifrjóvgunar allt að 150.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.

                                                 iv.      til sjónlagsaðgerðar og/eða augasteinsaðgerða á öðru auga 50.000 kr. eða 100.000 kr. fyrir                                                               bæði augu. 

                                                 v.      til gleraugnakaupa og/eða linsukaupa einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Styrkurinn nemur                                                                30% af kostnaði sem fer umfram 10.000 kr. Styrkur til gleraugnakaupa og/eða linsukaupa                                                                   getur þó ekki orðið hærri en 40.000 kr.

                                                 vi.    til meðferðar hjá heilsustofnunum NLFÍ. Greiddar eru 3.750 kr. á dag fyrir allt að 28 daga á ári. 

g.      Vegna meðferðar hjá félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sálfræðingi. Greiddur er helmingur reiknings (þess hluta sem           sjóðfélaginn greiðir), þó að hámarki 80.000 kr. á ári. Styrkur er ekki veittur ef þessi þjónusta er veitt á                                               heilsugæslustöðvum.

 

4.      Tannlæknastyrkur: Sjóðfélagi þarf að vera virkur í starfi, með iðgjöld í þeim mánuði sem sótt er um styrk. Sjóðfélagi                sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 getur sótt um styrk vegna tannlæknakostnaðar. Styrkurinn                    nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr. á 24 mánaða tímabili, þó að hámarki 150.000 kr. Réttur til styrkja                    stofnast ekki aftur fyrr en 12 mánuðir eru liðnir frá því að 24 mánaða tímabilinu lýkur. Hægt er að sækja um styrkinn oftar          en einu sinni á 24 mánaða tímabili. Kvittanir og/eða aðgerðar dagsetningar mega aldrei vera eldri en 12 mánaða.

 

5.      Heyrnatækjastyrkur: Sjóðfélagi þarf að vera virkur í starfi, með iðgjöld í þeim mánuði sem sótt er um styrk. Sjóðfélagi              sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 getur sótt um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum. Styrkurinn              nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr., þó að hámarki 150.000 kr. Styrkurinn miðast við kaup á tveimur                      tækjum á 36 mánaða tímabili.

 

6.       Fæðingastyrkur: Sjóðfélagi sem er virkur félagi í sjóðnum og hefur verið starfandi samfellt síðustu 6 mánuði fyrir                        fæðingu barns á rétt á styrk. Við útreikning upphæðar er miðað við greidd iðgjöld í sjóðinn síðustu 12 mánuði, ef                          iðgjaldaupphæð nær 33.300 kr. er styrkurinn 240.000 kr. Nái iðgjaldaupphæðin ekki þessu marki lækkar styrkurinn                      hlutfallslega miðað við greidd iðgjöld. (Staðgreiðsla er dregin af fæðingarstyrk). Styrkurinn er tvöfaldur við                                      tvíburafæðingu og þrefaldur við þríburafæðingu. Sömu reglur gilda um ættleiðingar barna yngri en 5 ára. Hálfur styrkur                er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikur og andvanafæðingar. Umsókn þarf að hafa borist innan 18 mánaða frá                          fæðingu barns.

 

7.      7. gr. styrkur: Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá framangreindum reglum og veita styrk vegna sérstakra aðstæðna sem                  hafa í för með sér launamissi eða veruleg fjárútlát sjóðfélaga vegna veikinda hans sjálfs eða nánustu fjölskyldu.

 

8.      Dánarbætur á einungis við þá sem voru í félögum sem eru aðilar að sjóðnum.

a.      Greiddur er 300.000 kr. styrkur vegna andláts þeirra sjóðfélaga sem verið í ráðningarsambandi a.m.k. 12 mánuði samfellt           fyrir andlát. 

b.      Greiddur er 200.000 kr. styrkur vegna andláts fyrrverandi sjóðfélaga sem látið hafa af störfum og farið á ellilífeyri eða                  örorkulífeyri á síðustu 5 árum og voru sjóðfélagar síðustu 12 mánuði samfellt fyrir starfslok.

c.       Greiddur er 200.000 kr. styrkur vegna andláts barna sjóðfélaga, 18 ára og yngri.

 

9.      Greiðsla vegna slysa- og veikindatilfella eftir því sem nánar er mælt fyrir í þessum reglum:

a.      Í fæðingarorlofi. Sjóðfélagar sem fara í fæðingarorlof og velja að greiða stéttarfélagsgjald meðan að á fæðingarorlofi                   stendur halda fullum réttindum.

b.      Í launalausu leyfi. Réttur til úthlutunar úr sjóðnum fellur niður á meðan á launalausu leyfi stendur en rétturinn stofnast að            nýju strax við fyrstu iðgjaldagreiðslu að leyfi loknu.

c.      Við starfslok. Réttur til úthlutunar úr Styrktarsjóði BSRB fellur niður þegar sjóðfélagi skiptir um félag og veitir sjóðurinn                aðeins styrki vegna þeirra útgjalda sem félagsmaður stofnar til á meðan hann er í starfi. Sjóðfélagi sem hættir störfum                vegna aldurs eða örorku á rétt í 6 mánuði eftir starfslok.

d.     Fólk í virkri atvinnuleit sem greiða félagsgjald til stéttarfélaga sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt um styrki samkvæmt            eftirtöldum greinum; 3a, 3b, 3c, 3e, 3f.i, 3g og 8. gr. Fólk í virkri atvinnuleit ávinna sér ekki rétt á meðan á atvinnuleysi                    stendur en viðhalda þeim rétti sem þeir höfðu þegar þeir voru í starfi. 

 

Gildir frá 1. janúar, 2024

 

[1] Með skimun er hægt að finna krabbamein í leghálsi, brjóstum, ristli og endaþarmi á frumstigi áður en einkenna verður vart. Ef krabbamein finnst á byrjunarstigi eru batahorfur oftast betri. Hér á landi er skimun fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini hjá konum. Skipulögð skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameini hefur ekki enn verið komið á hérlendis. Hins vegar er hægt er að óska eftir slíkri rannsókn hjá heimilislækni eða bóka beint í ristilspeglun hjá sérfræðilækni.