Veikindi maka eða barna

Heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda maka eða barna sjóðfélaga enda missi hann launatekjur vegna þeirra. Sjóðfélagi skal þó hafa náð eins árs sjóðsaðild til að njóta þessarar heimildar.

ATH!
Þegar sótt er um dagpeninga þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

  • Vottorð vinnuveitanda
  • 12 síðustu launaseðlar (hægt að sækja af heimabanka eða hjá atvinnurekanda)
  • Staðfesting frá RSK um nýtingu persónuafsláttar (þjónustuvefur RSK.IS)
  • Læknisvottorð sem staðfestir óvinnufærni á því tímabili sem sótt er um sjúkradagpeninga.

Athugið að mjög mikilvægt er að umsókn og fylgiskjölum vegna dagpeninga sé skilað eigi síðar en 20. þess mánaðar sem veikindarétti líkur.