Allir styrkir
Hér getur þú séð og sótt um alla styrki hjá okkur
Sjóðsfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr styrktarsjóði BSRB eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslu. Á reikningnum þarf að vera stimpill eða merki þess viðurkennda meðferðaraðila eða fyrirtækis sem gefur reikninginn út og mega kvittanir eða aðgerðardagsetningar aldrei vera eldri en árs gamlar þegar sótt er um hjá sjóðnum.
- Krabbameinsleit
- Sjúkraþjálfun
- Hjartavernd
- Fæðingarstyrkur
- Sjúkradagpeningar
- Líkamsrækt
- Gleraugna-/linsukaup
- Heyrnartæki
- Tannlæknastyrkur
- Heilsustofnun NLFÍ
- Sálfræðistyrkur
- Krabbameinsleit
Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til krabbameinsleitar og skimunar að hámarki 20.000 kr. á ári. Reikningar mega ekki vera eldri en árs gamlir þegar sótt er um styrkinn.
- LíkamsræktSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 mánuðum, fær styrk að hámarki 35.000 kr. á ári samkvæmt reikningi frá eftirtöldum aðilum: Líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, skíðastöðum eða íþróttafélagi Einnig heilsurækt sem telst sambærileg að dómi sjóðstjórnar. Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna kaupa á gatakortum. Reikningar mega ekki vera eldri en árs gamlir þegar sótt er um styrkinn.
- Sjúkraþjálfun
Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til til sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, nálastungumeðferðar eða hnykklækninga (kiropraktor), 40% af reikningi að hámarki 42.000 kr. á ári. Einnig þjálfun hjá Hjarta- og lungnastöðinni eða sambærilegum stofnunum. Reikningar mega ekki vera eldri en árs gamlir þegar sótt er um styrkinn.
- SjúkranuddSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til til sjúkranudds, 40% af reikningi að hámarki 62.000 kr. á ári. Reikningar mega ekki vera eldri en árs gamlir þegar sótt er um styrkinn.
- 7. gr. undanþáguákvæðiSjóðstjórn er heimilt að víkja frá framangreindum reglum og veita styrk vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg fjárútlát sjóðfélaga vegna veikinda hans sjálfs eða nánustu fjölskyldu.
- FerðastyrkurSjóðurinn tekur þátt í ferðakostnaði sjóðfélaga sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði vegna þeirra sjálfra, maka þeirra og barna, enda hafi verið greitt vegna þeirra í sjóðinn í 6 mánuði af síðustu 12. Sækja verður um styrk til Tryggingastofnunar. Sé þeirri beiðni hafnað greiðir sjóðurinn 10.000 kr. fyrir 250 - 400 km akstur, 15.000 kr. fyrir 400 – 600 km akstur, 20.000 kr. fyrir 600 – 800 km akstur og 25.000 kr. fyrir 800 km akstur eða meira. Miðað er við ferðalag fram og til baka. Greitt verður að hámarki fyrir þrjár ferðir á hverju 12 mánaða tímabili. Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá þessum viðmiðunum ef fyrir því liggja ríkar ástæður.
- Dánarbætur
Dánarbætur eiga einungis við þá sem voru í félögum sem eru aðilar að sjóðnum.
Greiddur er 300.000 kr. styrkur vegna andláts þeirra sjóðfélaga sem verið í ráðningarsambandi a.m.k. 12 mánuði samfellt fyrir andlát.
Greiddur er 200.000 kr. styrkur vegna andláts fyrrverandi sjóðfélaga sem látið hafa af störfum og farið á ellilífeyri eða örorkulífeyri á síðustu 5 árum og voru sjóðfélagar síðustu 12 mánuði samfellt fyrir starfslok.
Greiddur er 200.000 kr. styrkur vegna andláts barna sjóðfélaga, 18 ára og yngri.
- HjartaverndSjóðfélagi fær styrk til skoðunar vegna hjartaverndar allt að 20.000 kr. á ári.
- ÆttleiðingarstyrkurSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk til ættleiðingar barns 200.000 kr. í eitt skipti. Þá fær sjóðfélagi styrk til tæknifrjóvgunar allt að 150.000 kr.
- Gleraugna-/LinsukaupEinnig fær sjóðfélagi styrk til gleraugnakaupa/linsukaupa einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Styrkurinn nemur 30% af kostnaði sem fer umfram 10.000 kr. Styrkur til gleraugnakaupa/linsukaupa getur þó ekki orðið hærri en 40.000 kr.
- Fæðingarstyrkur
Sjóðfélagi sem hefur verið starfandi síðustu 6 mánuði fyrir fæðingu barns og hefur gildan ráðningarsamning við upphaf fæðingarorlofs á rétt á styrk. Við útreikning upphæðar er miðað við greidd iðgjöld í sjóðinn síðustu 12 mánuði, ef iðgjaldaupphæð nær 33.300 kr. er styrkurinn 240.000 kr. Nái iðgjaldaupphæðin ekki þessu marki lækkar styrkurinn hlutfallslega miðað við inngreidd iðgjöld. Staðgreiðsluskattur er tekinn af fæðingarstyrkjum.
ATH að til að fá fæðingarstyrk þarf að skila inn fæðingarvottorði barns frá Þjóðskrá Íslands.
- HeyrnartækiSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 getur sótt um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum. Styrkurinn nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr., þó að hámarki 150.000 kr. Styrkurinn miðast við kaup á tveimur tækjum á 36 mánaða tímabili.
- GlasafrjóvgunSjóðfélagi sem hefur iðgjöld að minnsta kosti 12 af síðustu 24 mánuðum fær styrk til glasafrjóvgunar/tæknifrjóvgunar allt að 150.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.
- Sálfræði/félagsráðgjöfSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk vegna meðferðar hjá eftirtöldum viðurkenndum meðferðaraðilum: Félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sálfræðingi. Greiddur er helmingur reiknings (þess hluta sem sjóðfélaginn greiðir), þó að hámarki 80.000 kr. á ári.
- SjónlagsaðgerðSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk til sjónlagsaðgerðar/augasteinsaðgerða á öðru auga 50.000 kr. eða 100.000 kr. fyrir bæði augu.
- Tannlæknakostnaður
Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 getur sótt um styrk vegna tannlæknakostnaðar. Styrkurinn nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr. á 24 mánaða tímabili, þó að hámarki 150.000 kr. Réttur til styrkja stofnast ekki aftur fyrr en 12 mánuðir eru liðnir frá því að 24 mánaða tímabilinu lýkur.
Hægt er að sækja um styrkinn oftar en einu sinni á 24 mánaða tímabili. Kvittanir/aðgerðardagsetningar mega aldrei vera eldri en 12 mánaða gamlar.
- Dvöl á HeilsustofnunSjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk til meðferðar hjá heilsustofnunum og heilsuhótelum NLFÍ. Greiddar eru 3.750 kr. á dag fyrir allt að 28 daga á ári.
- Veikindi maka eða barna
Heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda maka eða barna sjóðfélaga enda missi hann launatekjur vegna þeirra. Sjóðfélagi skal þó hafa náð eins árs sjóðsaðild til að njóta þessarar heimildar.
ATH!
Þegar sótt er um dagpeninga þurfa eftirfarandi gögn að fylgja: - Veikindi sjóðfélaga
Sjúkradagpeningar
Þegar sótt er um dagpeninga þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
Vottorð launagreiðanda um veikindi Vottorð launagreiðanda
Læknisvottorð sem staðfestir óvinnufærni á því tímabili sem sótt er um sjúkradagpeninga.
Mikilvægt er að skila umsókn ásamt fylgiskjölum í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem veikindaréttur klárast.Þú hefur rétt á að sækja um þennan styrk.