Aðrir styrkir

  • Krabbameinsleit

    Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til krabbameinsleitar og skimunar að hámarki 20.000 kr. á ári. Reikningar mega ekki vera eldri en árs gamlir þegar sótt er um styrkinn. 

     

  • Hjartavernd
    Sjóðfélagi fær styrk til skoðunar vegna hjartaverndar allt að 20.000 kr. á ári.
  • Gleraugna-/Linsukaup
    Einnig fær sjóðfélagi styrk til gleraugnakaupa/linsukaupa einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Styrkurinn nemur 30% af kostnaði sem fer umfram 10.000 kr. Styrkur til gleraugnakaupa/linsukaupa getur þó ekki orðið hærri en 40.000 kr.
  • Heyrnartæki
    Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 getur sótt um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum. Styrkurinn nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr., þó að hámarki 150.000 kr. Styrkurinn miðast við kaup á tveimur tækjum á 36 mánaða tímabili.
  • Sjónlagsaðgerð
    Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk til sjónlagsaðgerðar/augasteinsaðgerða á öðru auga 50.000 kr. eða 100.000 kr. fyrir bæði augu.
  • Tannlæknakostnaður

    Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 getur sótt um styrk vegna tannlæknakostnaðar. Styrkurinn nemur 50% af kostnaði sem fer umfram 50.000 kr. á 24 mánaða tímabili, þó að hámarki 150.000 kr. Réttur til styrkja stofnast ekki aftur fyrr en 12 mánuðir eru liðnir frá því að 24 mánaða tímabilinu lýkur.

    Hægt er að sækja um styrkinn oftar en einu sinni á 24 mánaða tímabili. Kvittanir/aðgerðardagsetningar mega aldrei vera eldri en 12 mánaða gamlar.