Styrktarsjóður BSRB

Styrktarsjóður BSRB er grundvallaður á samkomulagi BSRB, BHM og KÍ annars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar frá 24. október 2000.

Sjóðurinn var stofnaður með reglugerð 6. desember 2001 en hóf reglulega starfsemi í febrúar 2002.
Innheimta iðgjalda hófst frá og með 1. janúar 2001. Tekjur sjóðsins árið 2010 voru 0,75% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem undir sjóðinn heyra.

Aðildarfélög að styrktarsjóðnum eru öll félög BSRB nema SFR, Landsamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Póstmannafélag Íslands.

Stjórn sjóðsins er kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Hana skipa fimm fulltrúar þeirra félaga sem að sjóðnum standa. Varamenn eru tveir.

Styrktarsjóði BSRB er ætlað að greiða bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilvikum eftir að veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda. Sjóðurinn styrktir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum.

Stöðugildi við sjóðinn eru þrjú.

 

 

 



Skrifstofa Styrktarsjóðs BSRB er staðsett í
BSRB-húsinu, Grettisgötu 89, 1. hæð.


Skrifstofan er opin alla virka daga frá 9:00 - 16:00.
Sími: 525 8380

Netfang: postur@styrktarsjodur.bsrb.is