Almennir styrkir

Sjóðfélagar verða að skila reikningi með nafni og kennitölu umsækjanda. Fjöldi meðferða og upphæð þarf að koma fram ef sótt er um styrk vegna meðferða. Greiðslukvittun úr heimabanka er ekki gildur reikningur. 

Sjúkradagpeningar

ATH: Sjóðfélagar sem eru í veikindaleyfi og hyggjast sækja um hjá sjóðnum skulu hafa samband tímanlega áður en veikindaréttur klárast í síma 525-8380. Réttur til sjúkradagpeninga miðast við gildan ráðningarsamning. Vottorð frá vinnuveitanda verður að fylgja umsókn. 

Veikindi á meðgöngu

Sjóðfélagar sem eru veikir vegna meðgöngu geta sótt um lengingu hjá Fæðingarorlofssjóði ef veikindin vara lengur en mánuð fyrir áætlaðan fæðingardag barns. Sjá reglur Fæðingarorlofssjóðs: Lenging fæðingarorlofs

Ef veikindin vara skemur en mánuð fyrir áætlaðan fæðingardag barns skal hafa samband við Styrktarsjóðinn í síma 525-8380.

Dagpeningar

Sjóðurinn greiðir bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilfellum

Nánar

Starfsendurhæfing

Fjórir ráðgjafar á vegum Virk starfsendurhæfingarsjóðs starfa hjá BSRB.

Nánar

Styrkir

Sjóðurinn greiðir bætur til sjóðfélaga í slysa- og veikindatilfellum

Nánar
Teiknuð mynd af manni við tölvu

Úthlutunarreglur Styrktarsjóðs BSRB

Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar úr Styrktarsjóði BSRB eftir 6 eða 12 mánaða iðgjaldagreiðslur. 

Umsókn um sjúkradagpeninga skal skilað inn fyrir 15. hvers mánaðar en að jafnaði er greitt út síðasta dag hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir.