Beint ß lei­arkerfi vefsins

FrÚttir

Ů˙ ert hÚr:

ForsÝ­a » Sjˇ­urinn » FrÚttir

30.9.2012

RafrŠnar umsˇknir

Styrktarsjóður BSRB hefur nú tekið upp rafrænt umsóknarkerfi. Allir þeir sem hyggjast sækja um styrk hjá sjóðnum eru nú beðnir að fylla út rafrænt umsóknarform hér á heimasíðu okkar. Hægt er að komast inn á þetta form með því að smella á hnappinn "Sækja um í Styrktarsjóð BSRB" sem ætti að vera ykkur sýnilegur hér vinstra megin á forsíðunni.

Ferlið gengur nú þannig fyrir sig að umsóknarformið skal fyllt út hér á heimasíðu. Í kjölfarið fær umsækjandi úthlutað umsóknarnúmeri. Þá þarf að skila inn reikningum sem sótt er um styrk vegna. Umsækjendur eru beðnir að merkja reikningana með umsóknarnúmerinu sem þeir fá útlhutað eftir að hafa fyllt út formið.

Hægt er að senda reikninga í pósti eða koma með þá staðinn. Séu reikningar póstlagðir skal merkja þá á eftirfarandi hátt:

Styrktarsjóður BSRB
Grettisgötu 89
105 Reykjavík

Fyrir þá sem enn kjósa að sækja um upp á gamla móðinn, þ.e. prenta út umsóknareyðublað og fylla það út þá verður umsóknareyðublaðið enn aðgengilegt undir flipanum "Eyðublöð". Þó er stefnan sett á að árið 2013 verði allar umsóknir rafrænar.