Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

Žś ert hér:

Forsķša » Sjóšurinn » Fréttir

6.6.2011

Breyttar reglur um styrki til atvinnulausra félagsmanna

Vakin er athygli á því að um síðustu áramót breyttust reglur um styrki til atvinnulausra félagsmanna. Atvinnulausir sem greiða félagsgjald til stéttarfélaga sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt um styrki vegna sjúkraþjálfunar, krabbameinsleitar, líkamsræktar, sálfræði og félagsráðgjafar. Atvinnulausir ávinna sér ekki rétt á meðan á atvinnuleysi stendur en viðhalda þeim rétti sem þeir höfðu þegar þeir voru í starfi. Missi atvinnulausir bætur vegna veikinda getur sjóðurinn styrkt þá sem svarar 80% af atvinnuleysisbótum í allt að 45 daga.