Ekki staðgreiðsla af heilsustyrkjum

BSRB Fréttir
/
09. júl. 2019

Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við að halda góðri heilsu, að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 25.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður leggi fram fullgilda og óvéfengjanlega reikninga til greiðslu á viðkomandi kostnaði.

Þetta kemur fram í orðsendingu nr. 2/2010 frá Ríkisskattstjóra um skattmat vegna tekna á árinu 2010.

Mynd með frétt